Guðrún Ósk


Siglufjarðarmærin unga, Guðrún Ósk Gestsdóttir, var kosin frjálsíþróttakona UMSS
á uppskeruhátíð félagsins sem haldin var síðastliðið sunnudagskvöld og
er tilnefnd sem íþróttamaður ársins í Skagafirði. Sumarið hjá Guðrúnu
hefur verið gott. Hún tók þátt í mörgum mótum, fór til Gautaborgar í
Svíþjóð og hefur verið að bæta sig í þeim greinum sem hún æfir, er á
topp 10 í úrvalshópnum.

Foreldrar hennar eru Hulda
Friðgeirsdóttir og Gestur Hansson.

Sjá líka þessa frétt af Siglfirðingi.is frá 12. júlí 2010. 

Siglfirðingur.is óskar Guðrúnu Ósk og foreldrum hennar innilega til hamingju.

Myndir: Aðsendar.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is