Guðni Th. Jóhannesson forseti


Guðni Th. Jóhannesson var í gær kjörinn 6. forseti Íslands og tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi. Í dag á hann aukinheldur afmæli.

Siglfirðingur.is óskar landsmönnum öllum, nær og fjær, til hamingju með hinn nýja forseta og honum sjálfum líka og eiginkonu hans, Elizu Reid, og börnum til hamingju með daginn og embættið háa. Þau öll eru og verða glæsilegir fulltrúar lands okkar á innlendri sem erlendri grund.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar á fjölmennum kynningarfundi í Bátahúsinu 14. júní síðastliðinn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]