Guðmundur í Bakka

Í Greinar
er nú komið eitt skrifið enn, að þessu sinni brot úr endurminningum
Guðmundar Bjarnasonar í Bakka, sem var einhver þekktasta persóna í
siglfirsku lífi í meira en hálfa öld.

Þarna er hann m.a. að glíma við bjarndýr á sundi nærri Kolbeinsey, sem
hann ákveður ásamt nokkrum skipsfélaga að elta á litlum báti.

Menn kölluðu ekki allt ömmu sína í þá daga.

Vera má að fleiri brot úr endurminningum Guðmundar rati hingað inn á næstunni.

Guðmundur Bjarnason

Mynd fengin úr Sjómannablaðinu Víkingi, 1. september 1941, bls. 10.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is