Grunnskóli í einu húsi


Grunnskóli Fjallabyggðar var settur mánudaginn 25. ágúst, í splunkunýrri
viðbyggingu á Siglufirði, áfastri gamla barnaskólahúsinu við Norðurgötu,
teiknuðu af Rögnvaldi Ólafssyni, en 18. desember 2013 voru 100 ár síðan
það var tekið í notkun. Í Morgunblaðinu í dag er lítil frétt um þetta.

Úr mötuneyti hinnar nýju viðbyggingar.

Óhætt er að segja að tilkoma þess sé bylting fyrir nemendur og starfsfólk.

Gamla skólahúsið við Hlíðarveg stendur nú autt.

Það var teiknað hjá Húsameistara ríkisins undir umsjón Guðjóns Samúelssonar

og formlega tekið í notkun 6. október árið 1957.

Morgunblaðsfréttin í dag.

Stærri mynd hér.

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Morgunblaðið / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is