Grunnskóla Fjallabyggðar slitið á morgun


Grunnskóla Fjallabyggðar verður slitið á morgun. Skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði kl. 11.00 og skólaslit fyrir 1.-6. bekk við Norðurgötu á Siglufirði í íþróttasalnum þar kl. 13.00.   

Skólaslit unglingadeildar verða í Siglufjarðarkirkju kl. 18.00. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna 7., 8. og 9. bekkinga. Skólarútan fer frá íþróttahúsinu Ólafsfirði kl. 17.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 19.00.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is