Grjóthrun


Um hádegisbilið í gær urðu Gestur Hansson, snjóaeftirlitsmaður Veðurstofu Íslands í Siglufirði, og kona hans, Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir, vör við högg eða lítinn jarðskjálfta hér í firðinum en veittu því ekki nánari athygli að svo stöddu. Þegar Hulda fór svo í göngu seinni partinn með hundinn kom í ljós hvað hafði valdi þessu, því stærðarinnar grjót hafði fallið úr hlíðinni ofan við einn snjóflóðavarnargarðinn og stöðvast á veginum. Því er vissara að fara varlega á þessu slóðum, nú þegar frost er að fara úr jörðu.

Grjóthrunið er töluvert.

Horft í átt að Hvanneyrarskál.

UPPFÆRT 1. júní kl. 10.00:

Í tölvubréfi sem undirrituðum barst í morgun frá Sigurði Erni Baldvinssyni kemur fram, að þetta stórgrýti hafi sennilega komið niður aðfaranótt föstudagsins 29. maí, sbr. meðfylgjandi skjáskot af Facebooksíðu hans. Eitthvað annað hefur því valdið dynknum sem Gestur og Hulda urðu vör við, kannski hrun annars staðar í firðinum, það er ekki ólíklegt.

Myndir: Hulda Jakobína Friðgeirsdóttir og Sigurður Örn Baldvinsson.
Texti: Gestur Hansson / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is