Grjóthrun á Siglufjarðarvegi


Í hlýindunum sem nú eru má eiga von á grjóti úr fjöllunum. Nokkrir steinhnullungar lágu t.d. á veginum í Mánárskriðum um þrjúleytið í dag, skapandi mikla hættu. Við hinu sama má búast í Almenningunum og víðar. Eru ökumenn hvattir til að fara sérdeilis varlega þarna um.

Meðfylgjandi ljósmynd er úr safni.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is