Grillað í rjómablíðu


Í dag var rjómablíða á Siglufirði og
margmenni á og við Ráðhústorgið í grillveislunni sem auglýst var hér í
gær. Og það sem ánægjulegast er, þetta var fólk á öllum aldri. Og nóg í
boði af pylsum og drykkjarföngum, og öllu svo rennt niður við undirleik
þægilegrar tónlistar.

Einn stór plús fyrir SPS.

Önnur fyrirtæki í bænum mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, ekki síst
þegar veðurhorfur eru góðar.

Það ætti ekki að vera flókið.

En skilur mikið eftir sig.

 

Meðfylgjandi ljósmyndir tala annars sínu máli um hvernig þetta var.

Grillveislan hafin.


Nóg af pylsum.


Ummmm.


Allt í fínum gír hér.


Og unga fólkið virtist kunna að meta þetta.


Þarna voru stólar og borð fyrir þau sem vildu.


Einhver kusu þó að standa í blíðunni.


Glatt á hjalla.


Nóg um drykkjarföng.


Örtröð við skenkinn.


Séð yfir svæðið.


Svo var líka hægt að vera þarna.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is