Gríðarstór hlýri


Við endurvigtun miðvikudaginn 18. nóvember síðastliðinn á afla úr línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni GK mátti finna hlýra sem líklegast er einn af þeim stærri sem mældur hefur verið á Íslandi. Reyndist fiskurinn vera 136 sentimetrar á lengd og vigtaði hann 30 kg. slægður. Eflaust hefur fiskurinn þá vigtað um 32-35 kg. óslægður. Í fyrra mældist hlýri sem Lágey ÞH 265 veiddi 131 sentimetrar og 32 kg. en sú vigt er líklegast miðuð við óslægðan fisk. Þetta má lesa á vefsíðunni Skipa- og bátamyndir frá Siglufirði, sem Guðmundur Gauti Sveinsson heldur úti. Sjá nánar þar.

hlyri_02

Myndir: Guðmundur Gauti Sveinsson.
Texti: Guðmundur Gauti Sveinsson / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is