Grátt í fjöllum


Það gránaði í siglfirsku fjöllin í nótt, svona til að minna okkur á að veturinn er innan seilingar. Að vísu náðu hvítu klæðin aðeins niður undir miðjar hlíðar, en í Héðinsfirði öllu neðar eða ofan í fjallsrætur. Hvort þetta er eitthvað sem er komið til að vera er óvíst því framundan eru einhver hlýindi. Og allt of snemmt að vera að fá niður einhvern snjó að ráði.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is