Gráhegri í heimsókn


Það er ekki bara haförn sem lítur í heimsókn þessa dagana í Siglufjörð, heldur ákvað einn gráhegri að slást með í för og plantaði sér niður í Saurbæjarsíkjunum, austan flugbrautar, og nágrenni í dag. Algengt er að þeir fuglar komi hingað frá Noregi til að hafa vetursetu á Íslandi og er skemmst að minnast eins, sem einmitt sást við Árós 4. mars í fyrra.

Sjá hér.

 

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is