Grænlensk menningarvika barna og unglinga í Fjallabyggð


Nú stendur yfir grænlensk menningarvika barna- og unglinga í
Fjallabyggð. Góðir gestir eru komnir í heimsókn úr vestri til að kynna þarlenda
list og fræða um Grænland, sögu þess og menningu.

Á mánudag og í
dag sýndi Pauline Motzfeldt söngva og dansa í Íþróttahúsinu á
Siglufirði og sagði sögu trommunnar, en Pauline er kennari að mennt og
hefur haldið fyrirlestra og námskeið í Danmörku og á Grænlandi.

Á morgun og á föstudag mun svo Miki
Jacobsen ljósmyndari, myndlistamaður, tónlistarmaður og leikari, taka
við, en hann gerir m.a. andlitsgrímur eftir grænlenskri hefð og hefur
haldið fjölda sýninga, bæði á Grænlandi, Norðurlöndunum og í
Kanada.


Fjallabyggð hefur fengið styrk í verkefnið frá Menningarráði
Eyþings, Barnamenningarsjóði og Grænlands-sjóði.

Hér koma nokkrar myndir frá því í morgun.

Pauline Motzfeldt ræðir við börnin.

Hún sagði þeim m.a. frá söngvum Grænlendinga.

Og mörgu öðru.

Hún náði vel til áhorfenda.

Eins og hér má líka sjá.

Hún fór líka í ggnum sögu trommunnar og dansaði.

Þessi er frá Austur-Grænlandi, en þar var líka önnur minni frá Thule og svo hin þriðja.

Sannarlega áhugaverð, heillandi og flott kynning hjá Pauline Motzfeldt.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is