Götulýsing á Saurbæjarásinn

Fotolia_65213_Subscription_L

Þessa dagana er verið að koma fyrir ljósastaurum á Saurbæjarásnum, til
að hafa nú allt tilbúið þegar Héðinsfjarðargöngin verða formlega opnuð
og umferð hleypt á veginn.

Þessi götulýsing mun ná frá brúnni yfir Hólsá og alla leið að gangnamunna.
Áætluð verklok eru í næstu viku. Um öryggisstaura er að ræða, 38 talsins; eiga þeir að valda minna tjóni sé ekið á þá en hin gerðin.

Það eru
starfsmenn RARIK sem annast uppsetninguna en Vegagerðin er kostnaðaraðili. 

 

Svona leit þetta út á fimmtudaginn var, síðdegis, 13 staurar komnir niður

auk tveggja nærri brúnni yfir Hólsá.

Á föstudag nálguðust þessir herramenn gangnamunnann óðfluga.

Og munaði því ekki um að stilla sér upp fyrir ljósmyndara rétt sem snöggvast.

Einum stauranna komið fyrir.

Það er mikil nákvæmnisvinna.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is