Gott skíðafæri fyrir norðan


Skíðasvæðið á Dalvík verður opið frá
kl. 10.00 til 16.30 í dag. Forsvarsmenn skíðasvæðisins segja aðstæður vera
góðar, logn og um sex stiga frost. Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli við
Akureyri í dag og í Tindastól. Þar er veður og færið einnig kjörið til
skíðaiðkunar. Í Hlíðarfjalli verður opið frá kl. 10.00 til 16.00. Skíðasvæðið í Tindastól er opið frá kl. 11.00 til 16.00.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður einnig opið í dag frá kl. 10.00 til 16.00. Þar eru
aðstæður einnig til fyrirmyndar. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé
fimmtugasti opnunardagurinn á þessum vetri og að um það bil þrjú þúsund
gestir hafi rennt sér í brekkunum.

Bikarmót í flokki 13-14 ára fer fram á Dalvík í dag og eru áætluð
mótslok um kl. 14.00. Fram kemur í tilkyningu að þetta sé þriðja tilraun til
að halda mótið á Dalvík en undanfarnar tvær helgar hafi orðið að fresta
mótinu vegna veðurs.

Svona leit Skarðsdalur út í gær. Í dag er sólskin annað veifið.

[Þessi frétt birtist upphaflega á Mbl.is í dag, 6. febrúar, kl. 08.31. Endurbirt með leyfi. Önnur mynd er þó notuð hér.] 

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Mbl.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is