Gömul viðtöl við sex Siglfirðinga


Fyrir nær þremur áratugum tóku Þ. Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri og fræðimaður og Örlygur Kristfinnsson kennari og safnamaður að sér að ræða við nokkra Siglfirðinga og taka efnið upp á VHS-myndbandsspólur. Þetta var gert fyrir Bókasafn Siglufjarðar og þar hafa spólurnar verið geymdar síðan en ekki verið aðgengilegar til notkunar.

Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að því að færa þetta efni yfir á stafrænt form á sex DVD-diska. Voru þeir afhentir forstöðmanni bókasafnsins um páskana og eru nú tilbúnir til útláns.

Þeir sem rætt var við voru Jón Oddsson frá Siglunesi, Þórhalla Hjálmarsdóttir á Dalabæ, Guðbrandur Magnússon kennari, Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri, Benedikt Sigurðsson kennari, og Jóhann S. Jóhannsson frá Siglunesi. Fyrsta viðtalið var tekið í febrúar 1987 og það síðasta í janúar 1989. Viðmælendurnir voru fæddir á árunum frá 1903 til 1918 og eru nú allir látnir. Einn þeirra, Þórhalla á Dalabæ, lést rúmum mánuði eftir að viðtalið var tekið upp. Alls eru þetta sjö til átta klukkustundir af afar fróðlegu efni sem er ómetanleg heimild um sögu Siglufjarðar og mannlífið í bænum.

Mynd og texti: Jónas Ragnarsson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]