Golfmeistari af siglfirskum ættum


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, vakti mikla athygli þegar hún keppti í Abu Dhabi fyrir nokkrum vikum og þessa dagana er hún í sviðsljósinu á golfmóti í Flórída í Bandaríkjunum. Eftir þrjá keppnisdaga af fimm er hún í þriðja sæti. Sjá hér.

Foreldrar Ólafíu Þórunnar eru Kristinn Jósep Gíslason og Elísabet María Erlendsdóttir. Elísabet er fædd á Siglufirði í desember 1955, níunda í röðinni af ellefu börnum Erlendar Þórarinssonar (Ella Gústa) og Sigrúnar Jónu Jensdóttur, en þau dóu bæði í nóvember 1999.

Mynd: GSÍ.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is