Góður sigur hjá KF!


?Strákarnir okkar úr Fjallabyggð héldu til Húsavíkur í gær og öttu þar kappi við Völsunga. Það hefur gengið erfiðlega að sækja stig þangað undanfarin ár en í gær varð breyting á því og lönduðu strákarnir góðum og öruggum sigri gegn Völsungum,? segir í aðsendum pistli frá Þorvaldi Þorsteinssyni.

Og áfram segir þar: ?Það var leiðindaveður á vellinum, norðan strekkingur sem liggur þvert á völlinn og gekk á með slyddu meðan á leik stóð. Þrátt fyrir kuldann byrjuðu okkar strákar af miklum krafti og strax þegar vallarklukkan sýndi 2 mínútur slapp Doddi (Þórður Birgis) inn fyrri nokkuð óörugga vörn Völsunga, hann náði að renna boltanum fram hjá Kjartani markmanni Völsunga en því miður fór boltinn einnig fram hjá markinu.  

 

Halldór sem tók stöðu Nezirs í markinu greip vel inn í leikinn þegar um 20 mínútur voru búnar að leiknum og náði að slá fyrirgjöf heimamanna út úr teygnum með tilþrifum. Fram að þessu höfðu okkar strákar verið mun hættulegri og voru að spila vel á milli sín og mikil barátta í liðinu. Það var gríðarlega mikill munur á liðinu frá síðasta leik. Og alveg ljóst að Lárus hefur náð að gíra menn mjög vel upp fyrir leikinn.

Raggi Hauks kom svo okkar mönnum yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum, mjög sanngjarnt. Halldór tók langt útspark sem varnarmenn Völsungs misreiknuðu eitthvað og komst Raggi einn í gegn og gerði mjög vel í að leggja boltann fram hjá markmanni heimamanna og staðan orðin 1?0. Í rauninni hefði staðan þarna getað verið orðin 3 núll því rétt áður hafði Raggi komist inn fyrir en þá varði Kjartan í marki heimamanna. Staðan því 1-0 í hálfleik.

Reyndar vildu okkar strákar fá víti þegar nokkrar mínútur voru til hálfleiks, því eftir horn virtist að mönnum sýndist varnarmaður heimamanna verja boltann augljóslega á marklínu með hendi, því hefði væntanlega átt að dæma víti og rautt spjald þar. En dómarinn sá væntanlega ekki atvikið því hann aðhafðist ekki neitt í þetta skiptið.

Í síðari hálfleik byrjuðu heimamenn betur, héldu boltanum meira án þess þó að skapa sér nein færi sem heitið getur. Helst að þeir voru hættulegir eftir aukaspyrnur sem þeir fengu á vallarhelmingi KF-manna. Milan nær síðan af miklu harðfylgi að komast bak við hægri bakvörð heimamanna og á hann mjög laglega sendingu á Gabríel sem nær að vera á undan varnarmanni í boltann og renna honum undir markmann heimamanna. Mjög vel gert hjá þeim báðum og þarna voru ekki eftir nema u.þ.b. 25 mínútur.

Milan hefði síðan getað gulltryggt okkur sigurinn endanlega þegar rétt um 10 mínútur voru til leiksloka þegar hann slapp einn innfyrir vörn heimamanna en hann ætlaði að vippa yfir markmann Völsungs en það tókst ekki nægjanlega vel og Kjartan var ekki í miklum vandræðum með að grípa boltann. 

Halldór markmaður varði síðan mjög vel nokkrum mínútum síðar þegar heimamenn fengu sitt besta færi eftir góða sókn, þegar sóknarmaður Völsungs nær góðuskoti en Halldór ver mjög vel og nær að halda boltanum í bleytunni.

Eftir þetta gerðist ekki mikið í leiknum og KF landaði 3 stigum á Húsavík.

Vonandi var þetta ákveðinn vendipunktur eftir dapran leik gegn Dalvík, því það er alveg ljóst að það býr mikið í þessu liði og vonandi er þetta bara upphafið að góðu sumri.?

Sjá líka umfjöllun á Mbl.is.

Það snjóaði í gærkvöldi þegar Völsungur og KF áttust við.

Mynd: Mbl.is / Hafþór.


Texti: Þorvaldur Þorsteinsson /
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is