Góður liðsauki á slökkvistöðina


Slökkvilið Fjallabyggðar eignaðist
?nýjan? vatnsflutningabíl í gær. Hann kemur frá Slökkviliði Akureyrar
og er af MAN gerð, módel 1984 og ekinn 20.000 km.

Að sögn Ámunda Gunnarssonar
slökkviliðsstjóra gefur hann flutt 10 tonn af vatni og er með 3000 lítra
dælu. Þá er skápapláss nokkuð. Bílnum er hugsað stórt hlutverk ef
óhöpp henda í jarðgöngunum hér í kring.

Sveinn Þorsteinsson tók eftirfarandi myndir af afhendingunni og þar um kring, og leyfði svo einni gamalli (frá 22. apríl 2005) að fylgja með í lokin.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is