Góð heimsókn frá Austur- og Norðausturlandi


Ferða- og menningarmálafulltrúar á Austur- og Norðausturlandi og forstöðumenn stofnana heimsóttu Fjallabyggð 18. og 19. nóvember síðastliðinn. Höfðu Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings, og Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar, veg og vanda að heimsókninni.

Karítas tók á móti hópnum á fimmtudeginum ásamt starfsmanni Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar, Guðrúnu Ingimundardóttur, sem kynnti m.a. Norðurþjóðaverkefnið. Þá var Herhúsið heimsótt og fór Kristján Jóhannsson yfir sögu þess og starfsemina. Loks var farið til fjöllistakonunnar Fríðu og endaði dagurinn á kvöldverði á Brimness hóteli í Ólafsfirði.

Föstudagsmorgunninn hófst með því að heimsækja Síldarminjasafnið og annaðist Rósa Húnadóttir kynningu þar. Að því búnu tók við fundur í Listasal Fjallabyggðar.

Ferða – og menningarfulltrúar þakka fyrir gestrisnina og hina merkilegu upplifun sem heimsóknin var þeim.

Hópurinn framan við Ráðhúsið á föstudaginn var, 19. nóvember.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Texti: Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, fræðslu- og menningarfulltrúi | karitas@fjallabyggd.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is