Gluggagægir er sá tíundi


Gluggagægir er tíundi jólasveinninn.
Hann er vanur að laumast að gluggum og gægjast inn. Oft girnist hann þá
eitthvað sem hann sér og reynir seinna að komast yfir það. Náskyldur
honum er sveinn sem í gömlum heimildum er nefndur Gangagægir og hefur
trúlega gægst inn í bæjargöngin í svipuðum erindagjörðum.

Tíundi var Gluggagægir,


grályndur mann,


sem laumaðist á skjáinn


og leit inn um hann.Ef eitthvað var þar inni


álitlegt að sjá,


hann oftast nær seinna


í það reyndi að ná.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is