Glókollur í Siglufirði


Kristinn Haukur Skarphéðinsson
fuglafræðingur var í Siglufirði á dögunum, brá sér m.a. á skíði. Hann
leit við í barrlundinum í Skarðsdal síðdegis á laugardag og heyrði í
einum glókolli, en það er minnsti varpfugl á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Undirritaður sá þarna einn innfrá 9.
apríl í fyrra en ekki síðar um vorið eða sumarið, þrátt fyrir nokkra leit. Hvað
þetta merkir er óvíst og þarfnast nánari rannsóknar, en e.t.v. er
tegundin allan ársins hring í firðinum okkar.

Ánægjulegt ef svo væri.

Glókollurinn sem sást 9. apríl í fyrra í barrlundinum í Skarðsdal.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is