Glókollur á flögri á Hvanneyrarhólnum


Glókollur, minnsti varpfugl á Íslandi og annars staðar í Evrópu, var á flögri á
Hvanneyrarhólnum í dag, skömmu áður en rökkrið skall á. Er þetta sá
fyrsti sem þar sést. Einn var í Skarðdalsskógi 9.
apríl 2010 og náðist á mynd og Kristinn Haukur Skarphéðinsson
fuglafræðingur heyrði í
einum þar inn frá 12. mars 2011.

Hvað
þetta merkir er óvíst og þarfnast nánari rannsóknar, en e.t.v. er
tegundin allan ársins hring í firðinum okkar. Það væri mjög svo ánægjulegt. Uppáhaldsfæðan er sitkalús.

Hinu má þó ekki gleyma að nú er komið haust og von á ýmsu óvenjulegu frá nágrannalöndunum með sterkum vindunum.

Ekki náðist að mynda glókollinn almennilega nú undir kvöldið, enda farið að skúma,

og að auki faldi hann sig í laufþykkni, en þessi var í Skarðdalsskógi 9. apríl 2010.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is