Glóbrystingur mættur á svæðið


Enn bætast nýjar fuglategundir í samkunduna á Hvanneyrarhólnum því í gær leit einn glóbrystingur þar við. Einnig kom ein bókfinkukvinna, en um daginn mættu eingöngu karlfuglar þeirar tegundar, sem og í dag.

Græni liturinn sýnir eiginleg heimkynni glóbrystings, en sá blái hvar tegundina er að finna endrum og sinnum.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Útbreiðslukort: Fengið af Netinu.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is