Glingló, Dabbi og Rex


Ef lesendur eru að velta fyrir sér
hvers vegna neðarlega á vinstri spalta hér á Forsíðu er verið að auglýsa
barnabækurnar um Glingló, Dabba og Rex, þá er höfundur þeirra Selma Hrönn Maríudóttir. Foreldrar hennar eru Kristín María
Jónsdóttir og Gylfi Ægisson. Þar er tengingin við Siglufjörð. Teikningar
eru eftir Brynhildi Jenný Bjarnadóttur.

Selma Hrönn bjó hér í nokkur ár sem barn.

Hún er vefhönnuður og
rafeindavirki og er ásamt eiginmanni sínum, Smára Valtý Sæbjörnssyni,
eigandi elsta vefsíðufyrirtækis á Íslandi. Það nefnist Tónaflóð og var
stofnað árið 1989.

Selma á allan heiður að uppsetningu og útliti Siglfirðings.is. Hann er
vistaður á Tonaflod.is.

Þau hjón eru einnig með tvær netverslanir, Speki.net og Laxness.is. Þau
búa í Sandgerði.

Þannig er nú það.

Selma Hrönn, Dabbi, Glingló og Rex. Kettirnir og hundurinn eru fyrirmyndir

teiknimyndapersónanna í Grallabókunum, sem ætlaðar eru 2-6 ára börnum.

Sú fjórða var að koma á markað fyrir skemmstu. 

Mynd: Smári Valtýr Sæbjörnsson | tonaflod.is

Texti:
Sigurður Ægisson
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is