Gleðilega þjóðhátíð


Þjóðhátíðardagur Íslendinga er runninn upp. Skrá yfir viðburði og tímasetningar í sveitarfélaginu er að finna á heimasíðu Fjallabyggðar. Fyrsta golfmót sumarsins hér í firði verður reyndar í dag, 17. júní, og hefst kl. 10.00, en er ekki á nefndum lista. Mótið heitir Þjóðhátíðarmót Everbuild og verður spilað á Hólsvelli. Fyrirkomulagið er punktakeppni og mótsgjaldið 2.000 kr. Hægt er að skrá sig á golf.is. Héðinsfjörður.is greinir frá þessu.

Gleðilega þjóðhátíð.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Héðinsfjörður.is (Magnús Rúnar Magnússon) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is