Glæsileg sýning


„Í dag opnaði Sigurjón Jóhannsson sýningu á vatnslitaverkum sínum þar sem andi síldaráranna er túlkaður með persónulegum og skemmtilegum hætti. Sigurjón er fæddur hér á Siglufirði árið 1939 og hann hefur um langt skeið unnið að því að skrásetja síldarárin í verkum sínum. Þetta er þriðja sýning hans hér í bæ, sú fyrsta var á Síldarævintýrinu 1993. Einnig hafa síldarmyndirnar verið sýndar í Reykjavík og á Spáni. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að líta við hjá Sigurjóni í Ráðhúsinu nú um helgina og fá síldarstemmingar hans beint í æð.“ Þetta ritar Björn Valdimarsson á Facebooksíðu sinni í kvöld.

Við tökum hann á orðinu og mætum galvösk.

Snilldarmyndir.

Myndir: Björn Valdimarsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is