Gjóðurinn enn í Siglufirði


Gjóðurinn er enn á sínum stað í Siglufirði, sást um miðjan dag vera að rífa í sig enn eina bleikjuna úr Hólsánni og var snöggur að því, byrjaði á höfðinu og át fiskinn svo upp til agna, með beinum og öllu saman. Engu var kastað.

Sænskur fuglasérfræðingur, Roine Strandberg, telur að þetta sé kvenfugl af evrópsku undirtegundinni.

Í bókinni Ránfuglar, eftir Robin Kerrod, segir m.a.: „Gjóðurinn ber af þeim ránfuglum sem veiða fisk. Hröðunin í flugi hans er furðulega ör, en hann byrjar dýfuna í háalofti og lýkur henni á tilkomumikinn hátt í vatninu. Stundum fer hann allur á kaf í vatnið, ólíkt öðrum ránfuglum. Fæðuna sækir hann í vötn og ár og í sjó úti fyrir árósum. Hann veiðir ferskvatnsfisk eins og geddu og silung. Meðal sjávarfiska sem hann étur eru síld og flatfiskar. Þótt gjóðurinn sé mjög snjall veiðifugl heppnast ekki allar atlögur hans. Að meðaltali verður hann að gera þrjár eða fjórar tilraunir áður en honum tekst að ná bráð. Gjóðar veiða sér fisk allt að fjórum sinnum á dag, en þeir þurfa að veiða meira ef þeir eru mjög soltnir eða þeir þurfa að sjá ungum í hreiðri fyrir fæðu.”

Gjóðurinn sást aldrei með neina bráð í gær og því var ákveðið að prófa að kasta einhverju í slóð hans, í þeirri von að hann tæki þessa bleikju á yfirferð sinni, frekar en ekkert.

Gjóðurinn sást aldrei með neina bráð í gær og því var ákveðið að prófa að kasta einhverju í slóð hans,
í þeirri von að hann tæki þessa bleikju á yfirferð sinni, frekar en ekkert.

Hér má sjá alheimsútbreiðsluna, merkta bláum lit.

Hér má sjá alheimsútbreiðsluna, merkta bláum lit.

Myndir: Mikael Sigurðsson.
Útbreiðslukort: Fengið af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is