Gjóður var það


Gjóður, öðru nafni fiskiörn (Pandion haliaetus), afar sjaldgæfur gestur og mjög svo tignarlegur, hefur í a.m.k. viku haldið til í Siglufirði. Fram til síðustu aldamóta höfðu einungis sést um 20 einstaklingar þessarar tegundar á Íslandi frá upphafi. Þetta er miðlungsstór ránfugl, um 60 cm á hæð og með um 1.8 m vænghaf, fiskiæta, sem veiðir á daginn, og hefur einmitt sést koma með bleikju upp úr Hólsánni og gæða sér á henni. Andæfir hann þá yfir og tekur gjarnan dýfur eftir bráðinni, með fæturna á undan.

Til ættbálks ránfugla teljast fimm ættir. Þær eru haukaætt, sem m.a. íslenski haförninn tilheyrir, fálkaætt, hrævaætt, gjóðaætt og örvaætt.

Líklegt er að þarna sé ?haförninn? kominn, sem sást hér um daginn, því ef litið er aftan á gjóðinn er hann ekkert ósvipaður þeim frænda sínum, dökkleitur með ljóst stél, en reyndar nokkuð minni um sig.

Gjóðurinn finnst í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu.

Hér má sjá myndaband sem Mikael Sigurðsson, 10 ára, tók af fuglinum í gær og annað hér.

Einnig er fróðlegt að skoða þetta, sem er erlent; það sýnir hvílíkur snillingur gjóðurinn er á veiðum.

Gjóðurinn með bleikju úr Hólsá, sem hann var að éta í gær.

Gjóðurinn hvílist á dauðum trjám eða klettum nærri vatni, í eiginlegum heimkynnum sínum.

Hér líkar honum best við gamla rafmagns- eða símastaura,

en hefur einnig sést á nýlegri ljósastaurum.

Flogið með hálfétna bráðina.

Sama.

Sama.

Í dag.

Þessi staur er vinsælasta matarborðið í Siglufirði.

Ef vel er að gáð sjást blóðslettur um hann ofanverðan.

Sama.

Tekið á loft og stefnt niður að Hólsá að nýju.

Sama.

Og flogið upp með henni, í leit að fiski.

Það er óneitanlega glæsilegur fugl sem heiðrar Siglfirðinga þessi dægrin með nærveru sinni.


Ljósmyndir: Mikael Sigurðsson og Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Myndbönd 1 og 2: Mikael Sigurðsson.

Myndband 3: Tekið af Netinu (Arkive.org).

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is