Giljagaur kemur til byggða upp úr miðnætti


Giljagaur er annar í röð jólasveinanna. Hann faldi sig í fjósinu og fleytti froðuna ofan af mjólkurfötunum þegar enginn sá til. Í gömlum heimildum er getið um Froðusleiki og ekki er ólíklegt að þar sé sami sveinn á ferð.

Giljagaur var annar, 


með gráa hausinn sinn. 


– Hann skreið ofan úr gili 


og skaust í fjósið inn.


Hann faldi sig í básunum 


og froðunni stal,

meðan fjósakonan átti

við fjósamanninn tal.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is