Gifting um borð í varðskipi


Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá brúðkaupi á heldur óvenjulegum stað, eða nánar tiltekið um borð í varðskipinu Óðni, þar sem Magnús Guðmundsson gekk að eiga Jennifer Barrett á Menningarnótt í Reykjavík. Magnús, sem fæddur er 1986, á ættir að rekja til Siglufjarðar. Móðir hans er Sigurlaug Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur (f. 1955) en hún er dóttir Magnúsar Guðjónssonar skipstjóra (f. 1907, d. 1984) og Sigríðar Guðjónsdóttur (f. 1915, d. 2004) sem bjuggu að Lindargötu 18 á Siglufirði.

Morgunblaðsfréttin er hér fyrir neðan.

gifting_i_vardskipi

Mynd og fylgja: Úr Morgunblaðinu í gær.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is