Gestur og Hulda bjóða í létta göngu seinnipartinn á morgun


Laugardaginn 7. júní síðastliðinn buðu Gestur og Hulda til
upphitunargöngu í sól, logni og 18 stiga hita, ?í besta göngufæri ever,?
eins og Gestur orðaði það við tíðindamann Siglfirðings.is. Lagt var upp
frá skíðaskálanum í Skarðsdal, gengið út Siglufjarðarfjöllin og komið
niður í Hvanneyrarskál.

Næsta ganga þeirra verður á morgun, 19. júní, og
hefst kl. 17.00 við Ráeyri, þaðan sem farið verður út að Selvíkurvita 
og upp að Kálfsdalsvatni.

Þetta ku vera fremur létt ganga sem tekur um 3-4 klukkutíma. Góðir skór eru þó nauðsynlegir, því blautt er utan við Staðarhól.

Gangan er í boði hússins.

Nánari upplýsingar fást í síma 898-4939.  

Slóðin inn á heimasíðuna er Toptrip.is.

Hér koma myndir úr göngunni 7. júní ásamt fjórum sem tengdar eru göngunni á morgun, þar sem má sjá vitann og Kálfsdalsvatnið fagra.

Myndir: Toptrip.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is