Gestum stórfjölgar!


„Enn eru gestamet slegin á Síldarminjasafninu – fyrstu fjóra mánuði ársins var um tæplega 120% aukningu að ræða, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Aukningin var svo mikil að í aprílmánuði einum og sér heimsóttu 1.170 gestir safnið, í samanburði við 950 gesti frá 1. janúar – 1. maí árið 2015. Hátt í 300 hópar hafa boðað komu sína á safnið í sumar jafnt sem fjórtán skemmtiferðaskip og er því útlit fyrir gott sumar.“

Þetta má lesa í nýrri færslu á heimasíðu Síldarminjasafnsins.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]