Gera eski­móasnjó­hús


„Við erum ald­ir upp við þetta á Sigluf­irði og það var ægi­legt sport að gera svona hús á sín­um tíma.“

Þetta seg­ir Jó­hann Ágúst Sig­urðsson, sem ásamt Linn Okk­en­haug Getz, Jan Getz og Valtý, bróður sín­um, reisti svo­nefnt Igloo-snjó­hús að hætti eski­móa í garðinum við sum­ar­hús fjöl­skyldna þeirra Val­týs.

„Það þarf að halla hús­inu smám sam­an þannig að köggl­arn­ir endi sam­an í kúlu. Snjór­inn þarf að vera nokkuð þétt­ur svo hægt sé að stinga þá og þarf að lím­ast vel,“ seg­ir Jó­hann. „Við erum að reyna að halda við hefðinni en krakk­arn­ir nenna þessu ekki núorðið. Eru bara í tölv­um og leikj­um,“ seg­ir Valtýr í Morg­un­blaðinu í dag.

Mynd: Skjáskot af Mbl.is.
Texti: Mbl.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is