Gengið til samninga við lægstbjóðendur


Í framhaldi af afgreiðslu fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar, sem frá var greint á Siglfirðingi.is í gærkvöldi, varðandi
skólamötuneyti veturinn 2014-2016, lagði bæjarráð fram bókun á fundi
sínum í dag
, þar sem segir, að bæjarráð telji eðlilegt og rétt að taka lægsta tilboði í samræmi við innkaupareglur
bæjarfélagsins og samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar að
undirrita samninga við lægstbjóðendur.

Kveðst bæjarráð leggja áherslu á að rökstuðningur
fylgi ávallt tillögum fagnefnda til bæjarráðs eða bæjarstjórnar og
fylgi þeim reglum sem yfirstjórn bæjarfélagsins setur.

Fundinn sátu 
Steinunn María Sveinsdóttir, formaður, S lista, 
S. Guðrún Hauksdóttir, aðalmaður, D lista
, Sólrún Júlíusdóttir, áheyrnarfulltrúi, B lista
, Magnús Jónasson, varamaður, F lista, 
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri
 og Ólafur Þór Ólafsson, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála.

Sjá líka hér.

Mynd: Úr safni.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is