Gengið til Hofsóss í dymbilviku


Ferðaskrifstofan Mundo stendur fyrir gönguferðum á Siglufirði um páskana. Göngurnar eru hluti af æfingagöngum Mundo fyrir pílagríma sem halda á Jakobstíg á Spáni á árinu. Gengið verður frá Siglufirði á Hofsós á þremur dögum: skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska. Hvern dag verða farnir 20 km og verður gengið eftir veginum. (Við vitum – gæti verið skemmtilegra – en okkur hefur eindregið verið ráðlagt frá því að fara fjallvegi og aðra slóða í snjónum).

Lagt verður af stað klukkan 9 að morgni frá Hótel Siglunesi og við semjum við samferðafólk okkar um að sækja okkur og ferja okkur í gegnum Strákagöng (bannað að ganga í gegnum þau – 800 metra).

Allir hjartanlega velkomnir!

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is