Gengið frá eftir kapalgröft


Nú er byrjað að ganga frá eftir jarðraskið sem fylgdi því að setja
háspennustrenginn niður í miðbænum. Í dag voru menn t.d. að
undirbúa það að steypa gangstétt framan við íslenska sæluhúsið í Aðalgötu.

Eflaust eru þau mörg sem fagna verklokunum þarna og að geta loksins farið að aka Norðurgötuna aftur. Undirritaður þar á meðal.

Auðvitað var nauðsynlegt að setja kapalinn niður upp á framtíðina að gera. Því má ekki gleyma.

En hvort hann þurfti endilega að liggja þarna er svo annað mál og ekki til umfjöllunar hér.

Svona var umhorfs þarna í blíðviðrinu í dag.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is