Geitungar með bú á suðurvegg Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar


Sumarið og haustið er tími geitunganna og hafa bú þeirra
verið að koma í ljós hér og þar í Siglufirði undanfarið. Eitt fannst
t.d. í dag, á suðurvegg Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar. Því var
fargað litlu síðar.

Sjá tengda frétt á Siglfirðingi.is 5. ágúst 2010.

Svona leit búið út.

Átta ára gömul Siglufjarðarmær rak fyrst allra augun í völundarsmíðina.
Þarna var um trjágeitunga að ræða.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is