Geggl og tónlist


Fimmtudaginn 6. júlí kl. 17.00 mun fjöllistahópurinn Melodic objects – experimental juggling + music vera með sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Fimm gegglarar og einn tónlistamaður vinna þar saman að sýningu á lifandi og sýnilegri tónlist. Hópurinn er undir handleiðslu Jay Gilligan, sem er atvinnugegglari og býr í Stokhólmi í Svíþjóð. Jay er höfundur mjög vinsæls TED-x fyrirlesturs um sögu gegglhringja og mun stjórna grafískri framsetningu á tónlistinni í sýningunni.

Brian Crabtree er hugmyndasmiðurinn á bak við Monome, fyrirtæki sem hannar og smíðar viðmót sem eru aðlaganleg og open source. Hann er einnig margmiðlunarlistamaður og mun sjá um tónverk fyrir sjónræna túlkun hópsins. Tónlist Brians byggir á mynstrum og strúktúrum sem svipar mjög til stærðfræðarinnar á bak við skriflegan rithátt gegglmunstra.

Listamennirnir sem fram koma eru:

Mirja Jauhiainen (Finnlandi).
Matt Pasquet (Bretlandi),
Ivar Heckscher (Svíþjóð),
Kyle Driggs (Bandaríkjunum),
Jay Gilligan (Bandaríkjunum),
Brian Crabtree (Bandaríkjunum).

Tekið við frjálsum framlögum.

Fjallabyggð, Uppbyggingarsjóður/Menningarráð Eyþings, Egilssíld og Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is