Gefinn út í Bandaríkjunum


„Glæpa­sagna­höf­und­ur­inn og lög­fræðing­ur­inn Ragn­ar Jónas­son hef­ur gert tveggja bóka samn­ing við banda­ríska for­lagið St. Mart­in’s Press sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu. Um er að ræða sama for­lag og gef­ur út verk bæði Arn­ald­ar Indriðason­ar og Yrsu Sig­urðardótt­ur í Banda­ríkj­un­um. Um er að ræða glæpa­sögu Ragn­ars Snjó­blindu og aðra bók úr Sigluf­jarðar­seríu hans en eft­ir er að ákveða hver þeirra verður fyr­ir val­inu. Þá seg­ir að í októ­ber sé vænt­an­leg glæpa­saga frá Ragn­ari þar sem hann feti sig inn á nýj­ar slóðir, gefi Sigluf­irði frí í bili, og kynni til sög­unn­ar nýja aðal­per­sónu.“ Mbl.is greinir frá þessu.

Sjá líka hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is