Gáttaþefur er sá ellefti


Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn. Hann er með gríðarstórt nef og finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll. Þá trítlar hann til bæja, enda veikur fyrir lyktinni, og stingur hausnum inn um gættina til að drekka hana í sig.

Ellefti var Gáttaþefur,
– aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is