Garðsöngvari í heimsókn

Fyrir nákvæmlega viku var sagt frá hettusöngvara sem mættur var í
heimsókn til okkar frá útlöndum. Sá er hér enn. En nú er hann kominn með
selskap, því í dag sást til garðsöngvara við Hvanneyri. Hann er
grábrúnn að lit og á stærð við þúfutittling, með ljósan augnhring og oft
gráar hálshliðar. Hann verpir um mestalla Evrópu og austur til Mið-Asíu
og er algengur haustflækingur á Íslandi.

Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í morgun og upp úr hádegi.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is