Gangstéttaframkvæmdir


Í dag var hafist handa við að brjóta og fjarlægja gangstéttina norðan við Túngötu 43, en þar á að koma ný.

?Já, þetta er hluti af stærra verkefni,? sagði Sveinn H. Zophoníasson,
þegar fréttamaður innti hann eftir því hvað væri um að vera. Þetta er á
vegum Fjallabyggðar, en Bás er þar verktaki. ?Það er byrjað við
innkeyrsluna að Íþróttahúsinu og fyrsti áfangi verður út að gamla
bakaríinu, svo ætlum við bara að sjá til, vegna þess að við þurfum að fá
gott veður við þetta. Þannig að það er svosem ekkert sjálfgefið að við
gerum meira í haust en ef við sjáum fram á einmunatíð þá höldum við
áfram. Þá er Hólavegurinn sennilega næstur á dagskrá.?

Gangstétt brotin og fjarlægð.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is