Gammaygla finnst á Siglufirði


Vindar bera ýmislegt annað yfir hafið en flækingsfugla þessar vikurnar.
Að kvöldi 13. október náðist t.d. erlent fiðrildi hér á Siglufirði. Það ber heitið gammaygla (Autographa gamma)
eftir ljósu tákni á gráleitum framvængjum sem er nánast eins og
þriðji bókstafurinn í gríska stafrófinu.

Meginheimkynnin eru í Evrópu og
Asíu en tegundin hefur þó fundist víðar sökum einstakrar flökkunáttúru.
Hún berst á ári hverju norður á bóginn, allt til Færeyja, Íslands og
Grænlands.

Hún er þó ekki tíður gestur á Vestfjörðum og Norðurlandi, en
meira um hana á Suður- og Austurlandi, þegar hún á annað borð kemur.

Undirritaður man bara eftir að hafa fundið gammayglu einu sinni um ævina, árið 1978 eða svo, og þá í Mjölhúsinu.

Sjá nánar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands og í Fróðleikur hér til vinstri, þar sem er að finna viðtal frá árinu 2000 við Erling Ólafsson skordýrafræðing.

Svona lítur gammaygla út.

Gríska stafrófið.

Sjá þriðja bókstafinn, gamma,

ekki þann stóra heldur litla.

Myndir: Fengnar af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is