Gamla flugstöðin lagfærð


Í sumar hafa staðið yfir viðgerðir á gömlu flugstöðinni á Siglufirði, endurnýjun á þakklæðningu, enduruppbyggingu þakkassa og þakrenna og skipt hefur verið um gler í nokkrum gluggum. Einnig hefur flugstöðin verið máluð að utan. Að sögn Hjördísar Þórhallsdóttur, flugvallar- og umdæmisstjóra hjá Isavia, hefur verið samið við sveitarfélagið um að það taki yfir eignahald á flugstöðinni eftir að hún er komin í nothæft ástand en hún var sem kunnugt er orðin mjög illa farin. Viðgerðirnar eru gerðar í framhaldi af samkomulagi milli Isavia, Framkvæmdasýslu ríkisins og sveitarfélagsins, en árið 2013 samþykkti Isavia að framkvæmdaaðilar við snjóflóðavarnargarðana á Siglufirði fengju aðstöðu á flugvellinum en í staðinn yrði flugstöðin gerð upp.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is