Gaf unglingadeild björgunarsveitarinnar fimm vandaða áttavita


Í tilefni af 40 ára afmæli sínu gaf Kiwanisklúbburinn
Skjöldur á Siglufirði unglingadeild
Björgunarsveitarinnar Stráka í gærkvöldi fimm afar vandaða áttavita. Tóku þeir
Jósteinn Snorrason og Magnús Magnússon við þeim fyrir hönd Smástráka.  

Smástrákar eru 13-20 nemendur í 9-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar
og eru þeir að læra grundvallaratriði björgunarsveita. Að sögn Magnúsar
munu þessir áttavitar koma sér vel í því undirbúningsnámi, ekki síst
við kennslu rötunar. Búðarverð á einum slíkum grip er 11.900 krónur.

Starf Kiwanisklúbbsins hefur frá upphafi og til þessa dags gengið út á það að
veita styrki á borð við þennan inn í heimabyggðina. Kjörorð starfsársins 2010-2011 eru ?Efling, kraftur, áræði – ábyrgðin er okkar?, auk hinna sígildu ?Börnin fyrst og fremst.?

Frá afhendingunni í gærkvöldi:

Arnar Ólafsson, Baldur Jörgen Daníelsson, Magnús Magnússon, Jósteinn Snorrason og Sigurður Hafliðason.

Svona líta áttavitarnir út.

Og svo ein hópmynd af köppunum sem þarna voru.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is