Gaf barnastarfinu 25 pizzur

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði gaf barnastarfi Siglufjarðarkirkju 25 heitar pizzur í hádeginu í dag og kveikti við það gleðibros á mörgu litlu andlitinu í safnaðarheimili kirkjunnar. Glampinn í augum hinna fullorðnu var reyndar ekki síðri.

Kirkjuskólinn byrjar kl. 11.15 hvern sunnudag og stendur til kl. 12.45, þannig að eftir um hálftíma stund niðri í kirkju er farið upp í safnaðarheimili og matast og síðan tekið til við föndur og annað. Oftast eru ávextir þar í aðalhlutverki, en núna sumsé kom annað kærkomið og óvænt í staðinn.

Starfsfólk barnastarfsins sem og þau fjölmörgu sem kræsinganna neyttu þakka af alhug hinn rausnarlega gjörning sem lengi verður í minnum hafður.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]