Gæti haft áhrif á ferðaþjónustu


?Lokun flugvallar á Siglufirði gæti haft áhrif á
uppbyggingu ferðaþjónustu þar í bæ. Síðustu ár hefur mikið verið lagt í
nýsköpun í ferðaþjónustu í bænum, þar er til dæmis 68 herbergja hótel í
smíðum. Litlum fjármunum hefur verið
varið í völlinn á síðustu árum en viðhaldi á honum verður alfarið hætt,
samkvæmt áætlunum ISAVIA sem rekur völlinn, frá 1. júlí eða til vara 16.
október í ár. Lokunin kom flatt upp á aðila í ferðaþjónustu á
Siglufirði.? Þetta segir í Morgunblaðinu í dag.

Og ennfremur:

?Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Rauðku ehf. á Siglufirði, sem rekur þar bæði hótel og veitingastaði, sagði í samtali við mbl.is í gær að ákvörðunin um lokunina hefði verið tekin einhliða. Ekki hefði verið rætt við þá sem hugsanlega hefðu hagsmuna að gæta. Þá hefði engin greining verið gerð á því hvort ferðaþjónustuaðilar gerðu ráð fyrir flugvellinum í áformum sínum, en hann telur að í framtíðinni muni flugvöllurinn eiga þátt í að efla ferðaþjónustu og uppbyggingu á svæðinu.

?Vonandi er þetta ekki það sem koma skal. Ríkisvaldið er enn einu sinni að draga úr fjárveitingum til landsbyggðarinnar. Skondið að fá þessa sendingu ofan í 17. júní ræðu forsætisráðherra, þar sem hann hvatti til aukinnar fjárfestingar og eflingar landsbyggðarinnar,? sagði Róbert við mbl.is.?

Malbikið er illa farið eins og sést á þessum myndum sem teknar voru fyrr á þessu ári, í lok apríl.

Sama hér.

Og gras er víða komið upp á brautinni, jafnvel á henni miðri.

Myndir: Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is.

Texti: Morgunblaðið (pejg@mbl.is) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is