Fyrstu verðlaun


„Danskir taugalæknar héldu ársfund sinn í gær og venju samkvæmt var efnt til samkeppni um besta fyrirlesturinn. Aðeins átta fyrirlestrar ná svo langt að komast í úrslit og vera fluttir á sjálfum ársfundinum. Tekið er tillit til gæða rannsókna sem kynntar eru í fyrirlestrinum, framsetningu o.s.frv. Doktor Páll Karlsson var í þessum átta fyrirlestra úrslitum. Og skemmst er frá því að segja að fyrirlestur hans hlaut fyrstu verðlaun danskra taugalækna. Íslendingar eru nú seigir! Til hamingju með þetta PRK. Giska á að fjölskyldan fagni þessu með einhverjum hætti í dag.“

Svo ritar Karl Eskil Pálsson á Facebooksíðu sinni í dag, en hann er stoltur faðir drengsins, og má líka alveg vera það, enda mikið afrek hér um að ræða.

Siglfirðingur.is óskar þeim báðum og allri fjölskyldunni innilega til hamingju.

Mynd: Fengin af téðri Facebooksíðu.
Texti: Karl Eskil Pálsson / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is