Fyrsti leikur á undirbúningstímabilinu


Í kvöld, föstudag, hefja strákarnir í KF formlega undirbúningstímabilið fyrir næsta sumar, þrátt fyrir að flestir telji að það sé frekar langt þangað til flautað verður til leiks í maí. KF spilar æfingaleik við Þór í Boganum. Búast má við erfiðum leik þar við fyrrum úrvalsdeildarlið Þórs, en strákarnir eiga vonandi góðan leik og ná að standa í Þórsurum.

Ungir og efnilegir strákar fá væntanlega að stíga sín fyrstu skref fyrir meistaraflokk á undirbúningstímabilinu og verður gaman að sjá hvernig þeir koma til með að standa sig með meistaraflokki.

Leikurinn hefst klukkan kl. 19.30.

Mynd: Guðný Ágústsdóttir.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is