Fyrsti heimaleikur sumarsins


Fyrsti heimaleikur sumarsins verður á laugardaginn þegar okkar strákar í KF taka á móti grönnunum frá Dalvík. Tímasetninginn er einnig mjög skemmtileg þar sem þennan stórleik ber upp á sjómannadagshelgina og fellur eins og flís við rass við aðra dagskrá sjómannadagshelgarinnar í Ólafsfirði. Von er á fullt að stuðningsmönnum frá Dalvík. Vonandi láta heimamenn sig því ekki vanta.

Við unnum Dalvík í bikarnum fyrr í sumar og strákarnir ætla að gefa allt í þennan leik, enda gríðarlega mikilvægur fyrir okkur.

 

Leikurinn fer fram á Ólafsfjarðarvelli og hefst klukkan 15:00.     

Miðaverð er 1000 kr. fyrir fullorðna. Ársmiðahafar, munið eftir árskortunum.

Allir á völlinn.

Áfram KF – Fjallabyggð.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is